Ökunámið

Ökunámið getur hafist við 16 ára aldur. Samkvæmt lögum þá getur þú fengið ökuréttindin á 17 ára afmælisdaginn.

  • Velja ökukennara og setja sig í samband við hann. Eftir fyrsta tíma hjá ökukennara þarf að sækja um námsheimild hjá sýslumanni.
  • Bóklegt nám í ökuskóla 1 hefst eftir nokkra tíma hjá ökukennara
  • Æfingaakstur hefst eftir að Ökuskóla 1 er lokið og að lágmarki 10 tímar hjá ökukennara
  • Ökuskóli 2
  • Ökuskóli 3 ( ökugerði í Hafnarfirði)
  • Undirbúningur fyrir bóklega og verklega prófið í samráði við ökukennara.
  • Algengt er að nemendur taki 17 – 25 tíma hjá ökukennara ( lágmarks tímar í bílnum eru 17 samkvæmt námskrá, þar af 15 hjá ökukennara og 2 í Ökuskóla 3)
  • Bóklega prófið má taka 2 mánuðum fyrir 17 ára afmælið
  • Verklega prófið má taka 2 vikum fyrir 17 ára afmælið